English

Úti á sjóÍslensk bláskel og sjávargróður ehf var stofnað í Stykkishólmi árið 2007.
Markmið fyrirtækisins er að safna og rækta íslenska bláskel í Breiðafirði. Um er að ræða línuræktun sem staðsett er á nokkrum stöðum í Breiðafirði og er ræktunin umhverfisvæn og sjálfbær.

Eigendur fyrirtækisins eru: Símon Már Sturluson og Alex Páll Ólafsso.

Símon M. Sturluson 893-5056 simon@blaskel.is
Alex Páll Ólafsson 892-1757 alex@blaskel.is

Vörur úr sjávargróðri eru í þróun hjá fyrirtækinu, en mikill áhugi er fyrir afurðum úr honum.

Fersk og lifandi bláskel úr Breiðafirði frá Íslenskri bláskel ehf er vottuð og prófuð af eftirlitsstofnunum. Sýnataka er í samstarfi við MAST, Vör sjávarrannsóknasetur í Ólafsvík og Hafrannsóknarstofnun.
Vöktunarsíða Hafró um Breiðafjörð.
Starfsemin byggir á ræktunar- og vinnsluleyfum frá MAST.
Eftirlitsniðurstöður á ræktunarsvæðum kræklings (www.mast.is)
Þess má geta að Snæfellsness er umhverfisvottað samfélag.

Íslensk bláskel og sjávargróður ehf
Lögheimili: Skúlagata 16, 340 Stykkishólmur
Vinnsla: Nesvegur 16, 340 Stykkishólmur
Kt. 440407-1880
Sími: 893-5056