Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent.

2-300gr af bláskel þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló. 1 kg. af bláskel frá Íslenskri bláskel ehf eru u.þ.b. 30 - 40 stk skeljar, skeljastærð 5 - 7 sm, holdfylling er á bilinu 21 - 35% eftir árstíðum.

Geymsluaðferðir
Best er að geyma skel í kæliskáp á disk og leggja rakan klút ofan á þær svo skeljarnar haldi sér lokuðum.

 

English

Mynd:  Anna MelsteðÍslensk bláskel (Mytilus edulis) finnst í hafinu í kringum Ísland. Í matarsögu Íslands hefur bláskelin eða kræklingurinn ekki verið nýttur mikið til matar en í Evrópu þykir bláskelin herramannsmatur og hefur verið á borðum manna allt frá 17. öld.

Ekkert flókið að elda bláskel!
Það er hægt að matreiða bláskel með ýmsu móti. Skoðanir fólks eru mismunandi á því hvað sé gott, velja sumir einföldu leiðina þar sem sjávarbragðið er sterkt og engin aukaefni fara í matreiðsluna. Þá er hægt að skella þeim í pott og setja lok á og er hún þannig elduð í eigin vökva.
Flestir eiga einhversskonar lauk í matarbúri heimilanna og þarf ekki nema dálítið af hvítlauk, smjör eða olíu og svo skeljar ofan á til að vera kominn með bragðgóðan rétt sem tilvalið er að borða með ristuðu brauði og kryddsmjöri. Í þetta má líka bæta við hvítvíni, bjór eða rjóma og flestum grænum og ferskum kryddum og jafnvel sellerístönglum og er þá komin enn önnur útgáfa af bláskeljarétt. Einnig er hægt að finna til talsvert mikið flóknari uppskriftir og þar sem talsvert er haft fyrir eldamennskunni.

Uppskriftabæklingur Íslenskrar bláskeljar - Haust 2011 NÝTT

Íslensk bláskel með sósunni hennar Siggu NÝTT

Íslensk bláskel á thailenska vísu

Íslensk bláskel í rjómasósu

Íslensk bláskel í hvítlauk og hvítvíni