Í samstarfi við Matís gerum við tilraunir með verkunaraðferðir og rannsóknir ýmiskonar á þaranum, en mikill áhugi er á vörum úr þaranum.

 

English


Beltisþari (L. saccharina e. sugar kelp) vex á kræklingalínum Íslenskrar bláskeljar ehf á ræktuarsvæðum fyrirtækisins í Breiðafirði. Sjávarhiti á þessum slóðum er 10°C á sumrin og 5°C á veturna. Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á þara eftir árstíðum og að mikill munur er einnig á efnasamsetningu þarans eftir árstíðum. Þari byrjar að vaxa skömmu fyrir jól en hættir að vaxa fyrri hluta sumars. Áætlað er að í norðanverðum Breiðafirði finnist hundrúð þúsunda tonna af þara.

 

 

 Þari er m.a. notaður til framleiðslu á kombu, wakame, nori og heilsuafurða. Beltisþarinn líkist japansþara bæði hvað varðar útlit og bragð og ætti því að henta vel í t.d. vörur svipaðar kombu. Vitað er að Beltisþari er ríkur af andoxunarefnum auk stein- og trefjaefna sem draga í sig kólesteról og þungmálma úr líkamanum. Sjávarþörungar, sérstaklega stórþörungar, eru afar ríkir af fjölfenólum. Sérstaklega er mikill áhugi á brúnþörungum vegna þess hversu vel þeir vinna gegn álagi af völdum oxunar (“oxidative stress”) og frumuskiptingum (t.d. tengt krabbameini) (Yuan ofl., 2006).
Rannsóknir sýna að brúnþörungar hafa almennt betri andoxunareiginleika en aðrir þörungar (Nagai ofl., 2006). Þá eru þeir mjög ríkir af joði. Auk nýtingar til manneldis má nýta hann m.a. í ýmsar húðvörur (t.a.m. þarasafa sem notaður er í þaraböð) auk þess súta má hann í ýmsar vörur sem fiskroð er núna notað í.

Beltisþari er hefur safnast á bláskeljalínurnar okkar og hafa verið gerðar tilraunir með hann í samstarfi við Matís.