Fyrir 2
Berið fram með núðlum, pasta eða soðnum hrísgrjónum.

Innihald:
2 tsk fersk engiferrót
1 msk karrí
2 kg fersk íslensk bláskel
2 msk söxuð fersk kóríanderlauf
2 msk sojasósa
2 msk fiskisósa
2 dósir kókosmjólk (þessar litlu)

Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent.

2-300gr af bláskel þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló. 1 kg. af bláskel frá Íslenskri bláskel ehf eru u.þ.b. 30-40 stk skeljar, skeljastærð 5 - 7 sm, holdfylling er á bilinu 21 - 35% eftir árstíðum.

Geymsluaðferðir
Best er að geyma skel í kæliskáp á disk og leggja rakan klút ofan á þær svo skeljarnar haldi sér lokuðum.

 

English

Bláskel á thailenska vísu

Gríðarlega margar uppskriftir er að finna um Bláskel á vefnum. Þar má finna mexíkanskar, kínverskar, franskar, thailenskar og svo framvegis..

Thailenska uppskriftin okkar miðaðist við að geta nálgast aðföngin í hana í næstu lágvöruverslun í Stykkishólmi.

Þannig má skipta karrýi út fyrir karrýmauk og einnig hægt að nota sérhæfðari soja- og fiskisósu.

1. Skolið skelina úr köldu rennandi vatni, hendið þeim sem lokast ekki við að bankað sé á þær.
2. Hitið kókosmjólk, fiskisósu, sojasósu, rifna engiferrót og karrí á miðlungshita þar til sósan þykknar í rúmgóðum potti eða djúpri pönnu (wok hentar líka mjög vel)
3. Bætið skelinni út í, setjið lok á pott/pönnu og eldið í 5-6 mínútur eða þar til skeljarnar hafa opnað sig. Þær sem ekki opnast , á að henda!!
4. Hrærið skeljum vel við sósuna og stráið söxuðu kóríanderlaufi yfir.

Magnið sem notast er við í þessari uppskrift dugar sem forréttur fyrir 4 fullorðna. Gott er að hafa frekar víðan pott við matreiðsluna og þétt lok á hann tiltækt.