Bláskel á thailenska vísu
Gríðarlega margar uppskriftir er að finna um Bláskel á vefnum. Þar má finna mexíkanskar, kínverskar, franskar, thailenskar og svo framvegis..
Thailenska uppskriftin okkar miðaðist við að geta nálgast aðföngin í hana í næstu lágvöruverslun í Stykkishólmi.
Þannig má skipta karrýi út fyrir karrýmauk og einnig hægt að nota sérhæfðari soja- og fiskisósu.
1. Skolið skelina úr köldu rennandi vatni, hendið þeim sem lokast ekki við að bankað sé á þær.
2. Hitið kókosmjólk, fiskisósu, sojasósu, rifna engiferrót og karrí á miðlungshita þar til sósan þykknar í rúmgóðum potti eða djúpri pönnu (wok hentar líka mjög vel)
3. Bætið skelinni út í, setjið lok á pott/pönnu og eldið í 5-6 mínútur eða þar til skeljarnar hafa opnað sig. Þær sem ekki opnast , á að henda!!
4. Hrærið skeljum vel við sósuna og stráið söxuðu kóríanderlaufi yfir.
Magnið sem notast er við í þessari uppskrift dugar sem forréttur fyrir 4 fullorðna. Gott er að hafa frekar víðan pott við matreiðsluna og þétt lok á hann tiltækt.
|