![]() |
![]() |
![]() |
||||||
![]() |
![]() |
|||||||
Íslensk bláskel (Mytilus edulis) vex í N-Atlantshafi. Fullorðnar skeljar eru blásvartar á lit en ungviðið brúnleitt. Bláskel 50-55mm löng dælir um það bil 4 lítrum af sjó í gegnum sig á Innmatur kvendýrsins er appelsínugulur en karldýrsins rjómagulur. Bláskel hefur hátt næringarinnihald. Af heildarþyngd er um 10-20% prótein, 0,5-3% fita og 1-7% sterkja. Bragð af bláskel er breytilegt eftir fæðusamsetningu og hold mismjúkt eftir ræktunarsvæðum. Í flestum tilfellum er ræktuð bláskel bragðbetri og mýkri en sú villta. Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent. 2-300gr af bláskelkjöti þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló.
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Íslensk bláskel (Mytilus edulis) finnst í hafinu í kringum Ísland. Í matarsögu Íslands hefur bláskelin eða kræklingurinn ekki verið nýttur mikið til matar en í Evrópu þykir bláskelin herramannsmatur og hefur verið á borðum manna allt frá 17. öld. Færst hefur í vöxt ræktun bláskelja við Íslandsstrendur undanfarin ár en íslenskur kræklingur hefur þó ekki verið reglulega í boði á veitingahúsum landsins eða í matvöruverslunum. Íslensk bláskel ehf var stofnað í Stykkishólmi árið 2007. Markmið fyrirtækisins er að safna og rækta íslenska bláskel í Breiðafirði. Um er að ræða línuræktun sem staðsett er á nokkrum stöðum í Breiðafirði og er ræktunin umhverfisvæn og sjálfbær. Vaxtarskeið bláskeljar í Breiðafirði í markaðsstærð er um 28 mánuðir. Straumar eru miklir á svæðinu og hefur það sýnt sig að bláskelin hefur góða holdfyllingu. Fersk og lifandi bláskel úr Breiðafirði frá Íslenskri bláskel ehf er vottuð og prófuð af eftirlitsstofnunum og byggir á ræktunarleyfi frá MAST. Þess má geta að Snæfellsness er umhverfis- Boðið verður upp á hreinsaða og þráðskorna bláskel tilbúinni til matreiðslu. Skelfiskur á matseðlinum (Upplýsingabæklingur frá MAST um bláskel) |
![]() |