Íslensk bláskel í sósunni hennar Siggu

Sigríður Erla leirlistakona í Leir 7 í Stykkishólmi býður gestum sínum oft upp á þennan rétt á verkstæðinu og hefur hann mælst vel fyrir.
1. Mýkið hvítlaukinn við vægan hita í smjörinu í potti. Allt annað sett í pottinn og hrært saman. Mikilvægt er að halda vægum hita – ef sósan skilur sig er best að láta hana kólna örlítið og þeyta hana upp með pískara.
2. Skelin er sett í pott með örlitlum vökva (1 dl.) Lok látð yfir, stillt á hæsta hita í 5-7 mínútur, hrist öðru hvoru.
Borið fram í sitt hvoru lagi og skeljum dýft í sósuna.
|