3 Kg Íslensk bláskel

100 gr. íslenskt smjör
1 msk piparrjómaostur
1 hvítlauksrif
2 msk rjómi
Safi úr hálfri sítrónu
1/2 tsk þurrkað estragon

Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent.

2-300gr af bláskel þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló. 1 kg. af bláskel frá Íslenskri bláskel ehf eru u.þ.b. 30 - 40 stk skeljar, skeljastærð 5 - 7 sm, holdfylling er á bilinu 21 - 35% eftir árstíðum.

Geymsluaðferðir
Best er að geyma skel í kæliskáp á disk og leggja rakan klút ofan á þær svo skeljarnar haldi sér lokuðum.

 

English

Íslensk bláskel í sósunni hennar Siggu

Leirtau frá Sigríði Erlu í Leir 7

Sigríður Erla leirlistakona í Leir 7 í Stykkishólmi býður gestum sínum oft upp á þennan rétt á verkstæðinu og hefur hann mælst vel fyrir.

1. Mýkið hvítlaukinn við vægan hita í smjörinu í potti. Allt annað sett í pottinn og hrært saman. Mikilvægt er að halda vægum hita – ef sósan skilur sig er best að láta hana kólna örlítið og þeyta hana upp með pískara.

2. Skelin er sett í pott með örlitlum vökva (1 dl.) Lok látð yfir, stillt á hæsta hita í 5-7 mínútur, hrist öðru hvoru.

Borið fram í sitt hvoru lagi og skeljum dýft í sósuna.