3 Kg hreinsuð, skeggskorin Íslensk bláskel

1 heill hvítlaukur

1 púrrulaukur

4 stilkar selleri

Ferskt kóríander

Fersk steinselja

300 gr Íslenskt smjör

5 dl. matarrjómi

Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent.

2-300gr af bláskel þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló. 1 kg. af bláskel frá Íslenskri bláskel ehf eru u.þ.b. 30 - 40 stk skeljar, skeljastærð 5 - 7 sm, holdfylling er á bilinu 21 - 35% eftir árstíðum.

Geymsluaðferðir
Best er að geyma skel í kæliskáp á disk og leggja rakan klút ofan á þær svo skeljarnar haldi sér lokuðum.

 

English

Bláskel í rjóma

Bláskel í rjómaÍslensk bláskel (Mytilus edulis) finnst í hafinu í kringum Ísland. Í matarsögu Íslands hefur bláskelin eða kræklingurinn ekki verið nýttur mikið til matar en í Evrópu þykir bláskelin herramannsmatur og hefur verið á borðum manna allt frá 17. öld.
Bláskel í rjóma og grænmetissósu er réttur sem m.a. er boðið upp á í frægri veitingahúsagötu í Brussel. Okkar útgáfa af henni er svona:

Magnið sem notast er við í þessari uppskrift dugar sem forréttur fyrir 4 fullorðna. Gott er að hafa frekar víðan pott við matreiðsluna og þétt lok á hann tiltækt.

Hvítlaukur, púrrulaukur, sellerí og kryddjurtir er saxað niður. Hvítlaukur léttsteiktur Íslensku smjöri í frekar víðum potti þar til hann er gullinn að lit púrrulauk og sellerí bætt við og látið svissast augnablik.

Rjóma og kryddjurtum bætt út í.

Skel sem ekki er lokuð, er hent. Hinum skeljunum bætt út í pottinn og hann hristur til. Lokið sett á og ef á þarf að halda til að þétta lokið, þá er farg sett ofan á lokið.

Látið malla í 3-6 mínútur, gott að hrista pott til öðru hvoru. Skeljum sem ekki opnast við suðu er hent. Innihaldi pottsins er hellt í víða skál og borið fram t.d. með snittubrauði.