Bláskel í hvítvíni
Íslensk bláskel (Mytilus edulis) finnst í hafinu í kringum Ísland. Í matarsögu Íslands hefur bláskelin eða kræklingurinn ekki verið nýttur mikið til matar en í Evrópu þykir bláskelin herramannsmatur og hefur verið á borðum manna allt frá 17. öld.
Þekkt uppskrift af bláskel á meginlandi Evrópu er skel svissuð í hvítlauk og gufusoðin í hvítvíni. Okkar útgáfa af henni er svona:
Magnið sem notast er við í þessari uppskrift dugar sem forréttur fyrir 4 fullorðna. Gott er að hafa frekar víðan pott við matreiðsluna og þétt lok á hann tiltækt.
Hvítlaukur er saxaður smátt og léttsteiktur Íslensku smjöri í frekar víðum potti þar til hann er gullinn að lit.
Hvítvíni bætt út í.
Skel sem ekki er lokuð, er hent. Hinum skeljunum bætt út í pottinn og hann hristur til. Lokið sett á og ef á þarf að halda til að þétta lokið, þá er farg sett ofan á lokið.
Látið malla í 3-6 mínútur, gott að hrista pott til öðru hvoru. Skeljum sem ekki opnast við suðu er hent. Innihaldi pottsins er hellt í víða skál og borið fram t.d. með snittubrauði.
|