Lindırið hörpudiskur (Chlamys islandica) er samloka af diskaætt (Pectinidae). Hörpudiskurinn er stærstur þeirra 11 tegunda diska sem finnast við Ísland og sú eina þeirra sem hefur verið nytjuð.

Búsvæði hörpudisksins er á grófgerðum hafsbotni þar sem finna má sand, skeljasand, möl og steinvölur.

Hörpudiskinn má helst finna á straumþungum svæðum sem eru hentug fyrir dır sem sía sjó til að afla sér fæðu.

Innmatur kvendýrsins er appelsínugulur en karldýrsins rjómagulur.

Rannsóknaveiðar á hörpudiski hófust árið 1970 í Breiðarði. Mjög gjöful mið fundust
þá víða og hófust atvinnuveiðar í kjölfarið. Veiðarnar náðu hámarki á níunda áratugnum þegar 12 708 tonnum var landað árið 1986. Á tíunda áratugnum voru að jafnaði veidd um 8 500 tonn árlega. Aflabrögð versnuðu verulega um og eftir aldamót, kvótinn minnkaði og árið 2003 sett á veiðibann sem stendur enn.

 

English

Í apríl 2014 hófust tilraunaveiðar á Hörpudiski í Breiðafirði en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 2003.

Hafrannsóknarstofnunin leiðir tilraunaveiðarnar í samstarfi við heimafyrirtækin á Snæfellsnesi. Sjávarútvegsfyrirtækið Agústson ehf í Stykkishólmi er eitt þeirra fyrirtækja sem býr að reynslu í hörpudiskveiðum og mun í þessu verkefni sjá um vinnslu afurða. Reiknað er með að veiðarnar standi yfir í u.þ.b. 3 mánuði.

Íslensk bláskel og sjávargróður ehf sér m.a. um sölu hörpudisksins sem seldur er innnalands.

Frosnir bitar eru í boði. Dreift er reglulega um land allt.

Hvernig er bitinn losaður úr skelinni?

 

Allar nánari upplýsingar veitir Símon Sturluson í síma 893-5056