Íslensk bláskel (Mytilus edulis) vex í N-Atlantshafi.
Fullorðnar skeljar eru blásvartar á lit en ungviðið brúnleitt.
Bláskel 50-55mm löng dælir um það bil 4 lítrum af sjó í gegnum sig á
klukkustund.
Innmatur kvendýrsins er appelsínugulur en karldýrsins rjómagulur.
Bláskel hefur hátt næringarinnihald. Af heildarþyngd er um 10-20% prótein, 0,5-3% fita og 1-7% sterkja.
Bragð af bláskel er breytilegt eftir fæðusamsetningu og hold mismjúkt eftir ræktunarsvæðum. Í flestum tilfellum er ræktuð bláskel bragðbetri og mýkri en sú villta.
Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent.
2-300gr af bláskel þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló.
1 kg. af bláskel frá Íslenskri bláskel ehf eru u.þ.b. 30-40 stk skeljar, skeljastærð 5 - 7 sm, holdfylling er á bilinu 21 - 35% eftir árstíðum.
Fersk íslensk bláskel úr Breiðafirði - í boði vikulega Fersk íslensk bláskel er sótt í línur okkar á Breiðafirði vikulega og er afhending skelja ávallt á miðvikudögum. Markmið okkar er að tryggja stöðugt framboð af skel. Pantanasími er 893-5056. Við fylgjumst að sjálfsögðu grannt með ástandi sjávar og uppskerum ekki skel nema að uppfylltum ströngustu skilyrðum yfirvalda.
Íslensk bláskel (Mytilus edulis) finnst í hafinu í kringum Ísland. Í matarsögu Íslands hefur bláskelin eða kræklingurinn ekki verið nýttur mikið til matar en í Evrópu þykir bláskelin herramannsmatur og hefur verið á borðum manna allt frá 17. öld. Færst hefur í vöxt ræktun bláskelja við Íslandsstrendur undanfarin ár en íslenskur kræklingur hefur þó ekki verið reglulega í boði á veitingahúsum landsins eða í matvöruverslunum.
Íslensk bláskel ehf var stofnað í Stykkishólmi árið 2007. Haustið 2011 var nafni fyrirtækisins breytt í Íslensk bláskel og sjávargróður ehf þar sem starfsemin spannar orðið fleiri tegundir sjávarfangs.
Markmið fyrirtækisins er að safna og rækta íslenska bláskel og sjávargróður í Breiðafirði. Um er að ræða línuræktun sem staðsett er á nokkrum stöðum í Breiðafirði og er ræktunin umhverfisvæn og sjálfbær.
Við bjóðum einnig upp á hörpudisk sem veiddur er um þessar mundir í Breiðafirðinum, en tilraunaveiðar hafa verið í gangi frá 2014.
Ýmsar vörur úr sjávargróðri eru í þróun hjá fyrirtækinu, en mikill áhugi er fyrir afurðum úr honum.
Vaxtarskeið bláskeljar í Breiðafirði í markaðsstærð er um 28 mánuðir. Straumar eru miklir á svæðinu og hefur það sýnt sig að bláskelin hefur góða holdfyllingu.
Fersk og lifandi bláskel úr Breiðafirði frá Íslenskri bláskel ehf er vottuð og prófuð af eftirlitsstofnunum og byggir á ræktunarleyfi frá MAST. Þess má geta að Snæfellsness er umhverfis-
vottað samfélag.
Í ársbyrjun 2010 fékk fyrirtækið vinnsluleyfi og er það þriðja vinnsluleyfi sem gefið er út fyrir vinnslu á íslenskri bláskel á Íslandi. Í aðdraganda þess var unnin gæðahandbók sem liggur til grundvallar vinnsluleyfisveitingu og tryggir að fyrsta flokks hráefni sé á markaði frá fyrirtækinu. Náið samstarf var við MAST um vinnuferla, áhættuþáttagreiningu og fleira, við heilbrigðiseftirlit Vesturlands um heilbrigðismál og við Sjávarrannsóknarsetrið Vör í Ólafsvík um sýnatökur og fleira. Vinnsluleyfisnúmer Íslenskrar bláskeljar ehf er A-372.